Garðar Ólafsson, bróðursonur Nínu Tryggvadóttur tekur þátt í leiðsögn um sýninguna NÍNA TRYGGVADÓTTIR – LJÓÐVARP og rifjar upp kynni sín af föðursystur sinni.Nína var flest sumur á Íslandi og sótti sér innblástur og orku í íslenska náttúru. Una Dóra, dóttir Nínu, fylgdi henni heim til Íslands þar sem ættingjar og vinir biðu þeirra mæðgna og góðar minningar sem ættingjar Nínu eiga frá þessum heimsóknum.
Á sýningunni, Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp, er merkum listferli Nínu Tryggvadóttur (1913–1968) gerð góð skil með fjölda listaverka hennar og útgáfu. Verk Nínu Tryggvadóttur í safneign Listasafns Íslands eru 80 talsins, frá árabilinu 1938–1967, en auk valdra verka úr safneign verða sýnd lánsverk víða að, sem sjaldan eru sýnd, og valin verk í eigu Unu Dóru Copley, einkadóttur listamannsins, sem hafa mörg hver ekki áður verið sýnd á Íslandi. Nína Tryggvadóttir og Alcopley á Þingvöllum 1950. Myndband í eigu Garðars Ólafssonar.
Bókin gefur yfirlit yfir list og líf Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) listamanns sem var einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl, á íslensku og ensku. 96 bls. Útgefandi Listasafn Íslands.