NÚ GETURÐU HEIMSÓTT FJÓRA STAÐI!

28.12.2018

Frá og með 1. janúar 2019 tekur gildi breyttur aðgangseyrir. Innifalið í aðgangseyri er nú heimsókn á fjóra staði, við bætist Safnahúsið við Hverfisgötu.

Auk safnanna þriggja sem mynda Listasafn Íslands; Aðalsafnhúsið við Fríkirkjuveg, Safn Ásgríms Jónssonar Bergstaðastræti og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga, gildir aðgöngumiðinn nú einnig í Safnahúsið við Hverfisgötu þar sem er sýningin Sjónarhorn, ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú.

Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands. Fjöldi lykilverka úr safneign Listasafns Íslands eru á sýningunni en í sjö álmum Safnahússins eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil. 

Aðgangur að Safnahúsinu er samvinna Listasafns Íslands við Þjóðminjasafnið, sem sér um rekstur hússins og sýningarinnar. Sjá opnunartíma og verð.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)