Listasafn Íslands fór á dögunum og sótti nýtt verk í safneign eftir listakonuna Kathy Clark.  Verkið ber heitið Ég dett niður sjö sinnum og ég stend upp átta (2023) og var hluti sýningarinnar Að rekja brot sem sett var upp í Gerðarsafni árið 2023.

 

Kathy hefur verið búsett á Íslandi í að verða tuttugu ár, en er asísk-bandarísk og uppalin í  Illinois. Verkið segir Kathy vera framlengingu á rannsókn á fjölskyldusögu sinni, þar sem fólk bjó við erfiðar aðstæður. Við gerð innsetningarinnar Ég dett niður sjö sinnum og ég stend upp átta, hafði hún það fyrir sjónum að segja sögu móður sinnar sem ferðaðist til Hiroshima til að selja varning á markaðnum þann hræðilega og örlagaríka dag 6. ágúst, 1945.

 

Titill verksins er vísun í gamalt japanskt spakmæli “Nana korobi ya oki”, sem hvetur fólk til að sýna þrautsegju og aldrei gefa upp vonina. Þetta er spurning um að sjá hlutina í stærra samhengi, að láta ekki deigan síga og gefast ekki upp þótt vindar blási á móti. Þannig er mamma mín. Svokölluð Hibakusha, sem upplifði hryllilega ógæfu og lifi af skelfingarnar í Hiroshima. Kathy minnist í verkinu þeirra sem lifðu af og þeirra 130.000 sem létust.  

Móðir Kathy á markaði í Iwakuni, Japan árið 1952

Verkið afhent Listasafni Íslands

Það var kalt morgni dags þann 20. mars þegar við hittum Kathy til að taka við verkinu. Eins og myndirnar sýna þá er verkið stórt í sniðum og einingarnar margar. Mörg lögðu hönd á plóg svo koma mætti sjö brettum fyrir í stórri sendibifreið og þaðan var verkið flutt rakleiðis í varðveislurými safnsins og komið vandlega fyrir, skráð og skjalfest.

Sýningarmyndir af verki:
Svenni Speight

Verk
Kathy Clark (1957-)
Ég dett niður sjö sinnum ég stend upp átta (2023)
LÍ-12124

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17