Um sýninguna Konur stíga fram - svipmyndir 30 kvenna í íslenskri myndlist sjá nánar hér og umfjöllun um sýninguna í Víðsjá.
Sýningin byggir á heimildum og listaverkum valinna kvenna, úr fórum Listasafns Íslands, sem vitna um vitundarvakningu íslenskra kvenna og þátt myndlistar í staðfestingu á sjálfsmynd þeirra. Þetta yfirlit hefst með Þóru Melsteð (1823–1919) – stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík, 1874 – og þremur systrum hennar, og nemur staðar við konur fæddar 1940, en með þeirri kynslóð má segja að björninn sé unninn á listsviðinu að því leyti að kynslóðir fæddar síðar þurfa ekki að sanna sig sérstaklega sem listamenn vegna kvenlegs uppruna.
Um sýninguna A Kassen Carnegie Art Award 2014 sjá nánar hér.
Carnegie-listverðlaunin eru mikils metin verðlaun sem Carnegie-fjárfestingabankinn stofnaði til árið 1998 í þeim tilgangi að koma á framfæri norrænni samtímamálaralist. Á síðasta ári vann A Kassen til þriðju verðlauna og áttu meðlimir hópsins að taka þátt í sýningarferð um Norðurlöndin. Af fjárhagslegum ástæðum varð að hætta veitingu listverðlaunanna og fresta sýningarferðinni. Samtímalistastofnunin Den Frie í Kaupmannahöfn bauð þá A Kassen að setja þar upp sérsýningu, sem nú má sjá í Listasafni Íslands. Sýningin gengur á hólm við hefðbundna list og ranghverfir skilningi okkar á hugtökum á borð við list, hefð og sýning.Umfjöllun um sýninguna í Víðsjá.