NÝR FJÁRMÁLA- OG MANNAUÐSSTJÓRI HJÁ LISTASAFNI ÍSLANDS

9.10.2018

 

 

 

 

 

 

 

Anna Guðný Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármála- og mannauðsstjóra Listasafns Íslands. 

 

Anna Guðný hefur lokið prófum í viðskiptafræði og opinberri stjórnsýslu og er með próf í líffræði.Anna Guðný var sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs Þjóðminjasafns Íslands 2000-2018. Hún hefur mikla reynslu á sviði reksturs, mannauðsmála, öryggismála og umsýslu fasteigna og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á málefnum safna.

Við bjóðum Önnu Guðnýju velkomna til starfa hjá Listasafni Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17