NÝTT GRAFÍSKT ÚTLIT LISTASAFNS ÍSLANDS

22.7.2020

Listasafn Íslands hefur tekið nýtt grafískt útlit í notkun með alhliða mörkunarvinnu. Nýtt grafísk útlit Listasafns Íslands var nýlega tekið í notkun. Nýtt merki safnsins er kröftug útfærsla á eldri ásýnd sem safnið hefur notað um árabil. Merkið er stílhreint og grípur augað af löngu færi og vísar í byggingu safnsins sem speglast í Tjörninni, með ávölum formum og línur sem gestir safnsins þekkja þegar inn er komið.

Mörkunarvinnan er unnin af E&Co – hönnunar- og markaðsráðgjafafyrirtæki sem hefur frá árinu 2010 getið sér gott orð fyrir mörkun og hönnun af ýmsu tagi, m.a. fyrir framsækna bókaútgáfu og landsþekkt vörumerki á borð við verslanirnar Geysir.

Hönnuður hins nýja merkis er Einar Geir Ingvarsson. Hann hefur starfað að hönnun og markaðsráðgjöf frá lokum síðustu aldar og leggur mikið upp úr góðu samstarfi við samstarfsaðila. Einar Geir telur að nýtt merki Listasafns Íslands sé glæsilegt dæmi um árangurinn af öflugri samvinnu og þakkar það einstaklega góðu samstarfi við stjórnendur safnsins.

 

 

 

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)