Góð stemning á opnun hjá Tuma Magnússyni

11.6.2024

Það var margt um manninn og góð stemning í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg um helgina þar sem sýningin Hringrás eftir Tuma Magnússon var opnuð við mikið lof gesta. Verkið var frumsýnt í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2024 og opnaði Vigdís Jakobsdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík sýninguna.

Tumi tekst á við náttúruna á óvæntan hátt í þessari 14 rása vídeó- og hljóðinnsetningu sem fyllir salinn myndum og hljóðum. Í verkinu koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem Tumi hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hringrás er einstök upplifun sem enginn ætti að missa af.

Kærar þakkir til allra sem komu og glöddust á opnun og fögnuðu þessari stórkostlegu sýningu með okkur. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17