Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á 7. áratugnum.
Stór hluti sýnenda á sýningunni telst til helstu myndlistarmanna samtímans og hafa margir þeirra tengst Pétri og Rögnu sterkum vináttuböndum. Þau tengsl hafa jafnframt leitt til frekari kynna íslenskra myndlistarmanna við erlenda kollega og hafa átt stóran þátt í að skapa grundvöll fyrir öflugu sýningahaldi á verkum erlendra myndlistarmanna á Íslandi.nánar um sýninguna
Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um sýninguna TEXTI – VALIN TEXTAVERK ÚR SAFNI PÉTURS ARASONAR OG RÖGNU RÓBERTSDÓTTUR, sunnudaginn 18. september kl. 14. Sýningastjóri er Birta Guðjónsdóttir deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands.
Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á sjöunda áratugnum.