OPNUNARTÍMAR OG VIÐBURÐIR YFIR HÁTÍÐARNAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS

10.12.2015

Sunnudaginn 27. desember verða tvær leiðsagnir í Listasafni Íslands á ensku. Kl. 14 mun Björg Erlingsdóttir leiða gesti um sýninguna Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp og kl. 15:30 verður Hrafnhildur Schram, sýningarstjóri, með leiðsögn um sýninguna Nína Sæmundsson - Listin á hvörfum. Auk þess, kl. 14 sama dag, verður Ólafur Ingi Jónsson annar sýningarstjóra sýningarinnar Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp með leiðsögn um sýninguna á íslensku.

Sunnudaginn 3. janúar kl. 14 býður Listasafn Íslands gestum að hlýða á Hallgrím Oddsson, blaðamann, kynna rannsókn sína á því þegar Nínu Tryggvadóttur var synjað um landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna meintra tengsla við kommúnista á Íslandi.Sama dag kl. 15:30 mun Dr. Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur og einn höfunda bókarinnar um Nínu Tryggvadóttur, leiða gesti um sýninguna Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp.

nánar

OPIÐ:Þorláksmessa 23. des.Sunnudaginn 27. des.Þriðjudaginn 29. des.Miðvikudaginn. 30. des.Laugardaginn. 2. janSunnudaginn. 3. jan.

LOKAÐ:Aðfangadagur 24. des.Jóladag 25. des.Annan í jólum 26. des.Gamlársdag 31. des.Nýjársdag 1. jan.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17