Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur konu hans, auglýsir eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2019.
Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Að þessu sinni verður veittur einn styrkur að upphæð 1 milljón króna sem veitist efnilegum ungum myndlistarmanni. Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 1995 og hafa 18 íslenskir myndlistarmenn hlotið styrki úr sjóðnum.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja rafrænni umsókn: Nafn og kennitala umsækjanda, heimilisfang, netfang og símanúmer. Ítarlegar upplýsingar um náms- og listferil á sviði myndlistar auk stafrænna mynda sem gefa glögga mynd af listsköpun umsækjanda.
Stjórn sjóðsins er skipuð: Matthíasi Matthíassyni formanni, Guðmundi Andra Thorssyni, Birni Karlssyni, Önnu Guðnýju Ásgeirsdóttur og Hörpu Þórsdóttur.
Valnefnd fer yfir umsóknir í umboði stjórnar og í henni sitja: Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir myndlistarmaður tilnefnd af LHÍ og Guðbjörg Lind Jónsdóttir myndlistarmaður tilnefnd af SÍM.
Umsóknir skal senda með tölvupósti á umsokn@listasafn.is og merkja skal póstinn: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2019. Mynd: Svavar Guðnason, Skip og haf 1939