PASTEL ÚTGÁFUHÓF

29.5.2017

Pastel - útgáfuhóf

Sunnudaginn 4. júní n.k. klukkan 14 til 15 verður haldið hóf í Safnbúð Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg 7 við Tjörnina í Reykjavík.

Tilefnið er að fagna útgáfu fyrstu fimm rita í ritröðinni Pastel.

Höfundarnir verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, lesa úr ferskum verkum sínum, auk þess að bjóða uppá sumarlega hressingu.

 Ritin eru:

Pastel 01 Margrét H. Blöndal: Mér finnst eins og ég sé

Pastel 02 Þórgunnur Oddsdóttir: 10 verk sem ég guggnaði á að gera

Pastel 03 Kristín Þóra Kjartansdóttir: Varmhagi

Pastel 04 Megas: Geitungabúið mitt (ekki er allt sem sýnist þó sjáist)

Pastel 05 Hlynur Hallsson: Þúsund dagar - Dagur eitt til eitthundraðþrjátíuogátta

 Pastel er gefið út af Flóru á Akureyri. Júlía Runólfsdóttir grafískur hönnuður sá um hönnun og uppsetningu ritanna. Hvert rit er gefið út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Fyrirmynd að útliti Pastels eru Aðalfundargerðir Sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýslu frá því um miðja 20. öld  Um er að ræða frumútgáfu verka sem ekki hafa birst áður. Þau koma úr ranni ólíkra höfunda og samanstanda af blöndu texta og mynda í mismunandi hlutföllum. Ritin endurspegla samtíð okkar á mjög persónulegan hátt.

Fleiri verk eru fyrirhuguð í Pastel á næsta ári.

Útgáfuhófið er opið gestum og gangandi og allir eru velkomnir.

Ritin fimm verða til sölu í útgáfuhófinu.

Að úgáfuhófi loknu verða þau til sýnis í Bækur á bakvið, og til sölu í Safnbúð Listasafns Íslands sem og í Flóru á Akureyri, en síðastnefndi staðurinn sendir ritin víðsvegar um heim til kaupenda.

 

Frekari upplýsingar veita:

Kristín Þóra í flora.akureyri@gmail.com, s. 6610168.Hanna Hlíf Bjarnadóttir í shop@listasafn.is 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17