Rauði hatturinn og Krummi eftir Ásgerði Búadóttur

15.11.2019

Rauði hatturinn og Krummi er skemmtileg barnabók á fimm tungumálum. Bókin var skrifuð og myndskreytt af Ásgerði Búadóttur veflistamanni og var fyrst gefin út af Helgafelli árið 1961.

Listasafn Íslands gefur bókina út öðru sinni til að heiðra minningu Ásgerðar Búadóttur.

Klippimyndirnar í bókinni eru einfaldar að formi, lifandi og fallegar. Þær eru í fimm litum, rauðum, grænum, gulum, svörtum og bláum. Rauði hatturinn og svarti krummi gefa þeim glaðlegan svip, en bláa peysan og grænu buxurnar hans Tuma bregða yfir þær fáguðum fínleika, sem stundum minnir á hin fögru veggteppi Ásgerðar.

 

Textinn er prentaður á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, dönsku og frönsku. Hvert tungumál hefur sinn lit af þeim fimm litum sem myndirnar eru í og tekst Ásgerði þannig að skapa myndræna heild.

 

Bókin er sniðin að yngstu lesendunum, bæði innlendum sem og erlendum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)