Okkur er mikil ánægja að tilkynna um nýlega gjöf til Vasulka-stofunnar frá hinum virta ljósmyndara Robert Polidori. Gjöfin, sem inniheldur sjaldgæft og áður óséð kvikmyndaupptökuefni, felur í sér viðtöl við Steinu og Woody Vasulka, tekin í nokkrum lotum á heimili þeirra í Santa Fe, New Mexico. Upptökurnar verða gerðar aðgengilegar fræðimönnum sem rannsaka verk listamannanna og verða hluti af rannsóknasetri safnsins sem er helgað rannsóknum á nýmiðlum.
Polidori, sem er fransk-kanadískur bandarískur kvikmyndagerðarmaður og heimildarljósmyndari, nam hjá Steinu og Woody seint á áttunda áratugnum þegar þau kenndu við Department of Media Study við State University of New York í Buffalo. Hann tengdist vináttuböndum ljóðskáldinu og kvikmyndagerðarmanninum Jonas Mekas og vann með honum hjá Anthology Film Archives í New York. Polidori varð vitni að og tók þátt í hinni vaxandi framúrstefnuhreyfingu í kvikmyndum, myndböndum og nýmiðlum sem á þeim tíma átti sér stað í New York og hélt áfram að rækta náin tengsl við Steinu og Woody.