SAFNANÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS

2.2.2016

DAGSKRÁ

KL. 20–21 Leiðsögn um Vasulka - stofu. Ragnheiður Vignisdóttir listfræðingur tekur á móti gestum.

Vasulka-stofa veitir góða innsýn inn í verk Vasulka-hjónanna og eflir aðgang að efni um list þeirra og frumkvöðlastarf, svo og að efla vinnuumhverfi listamanna er vinna með vídeó og aðra rafmiðla.

KL. 20–21 Gönguferð um Þingholtin leiðsögn á íslensku, ensku og frönsku. 

Gönguferð um Þingholtin og stoppað við söfn listamanna. Gangan hefst í Hannesarholti við Grundarstíg og henni lýkur í garði Listasafns Einars Jónssonar, komið við á Fríkirkjuvegi (Listasafn Íslands), í safni Ásgríms Jónssonar og Ásmundarsal. Leiðsagnir verða á íslensku, ensku og frönsku.KL. 21:30 – 22:30 Leiðsögn um „UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST. Upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn.“SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR OG LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR:Kl. 20:00 - 21:30 Safn Ásgríms Jónssonar sýningaropnun og leiðsögn.UNDIR BERUM HIMNI - MEÐ SUÐURSTRÖNDINNI 5.2.2016 - 16.9.2016Ný sýning í Safni Ásgríms Jónssonar opnar kl 20. Sama kvöld verður sýningarstjórinn Rakel Pétursdóttir með leiðsögn. NÁNARKl. 21:00 - 21:30Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Leiðsögn með sýningarstjóranum Birgittu Spur, um sýninguna GYÐJUR.nánar

Við hvetjum gesti hátíðarinnar til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu.Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. sjá nánar á heimasíðu Vetrarhátíðar: www.vetrarhatid.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17