Safnanótt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
8. febrúar 2019
Safnið er opið frá kl. 18 - 23
21:00 – 21:45
LISTAMANNASPJALL Listamannaspjall Svövu Björnsdóttur og Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá sem báðar eiga verk á sýningunni Tengingar – Sigurjón Ólafsson og nokkrir samferðamenn hans. Umsjón: Birgitta Spur Á sýningunni Tengingar – Sigurjón Ólafsson og nokkrir samferðamenn hans, eiga fjórtán myndlistarmenn sem allir tengdust Sigurjóni og list hans með einum eða öðrum hætti, samtal við verk Sigurjóns í fyrrum vinnustofu hans.
Listamennirnir eru Erlingur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðmundur Benediktsson, Guðmundur Elíasson, Hallsteinn Sigurðsson, Helgi Gíslason, Jón Benediktsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Páll Guðmundsson frá Húsafelli, Svava Björnsdóttir, Sverrir Haraldsson, Tove Ólafsson og Örn Þorsteinsson.
Einkenni þeirra allra er ástríðan fyrir handverkinu, öll unnu þau að því markmiði að skapa rýmisverk, höggmyndir úr stein, eða þrívíð verk úr málmi, tré, pappír eða textíl.
Sýningarstjóri: Birgitta Spur
22:00 – 22:45
LEIÐSÖGN Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR UM SÝNINGUNA ÍSLAND – LANDSLAG OG LITIR
Hlíf Sigurjónsdóttir leiðir gesti um sýninguna Ísland – landslag og litir. Sýningin er á efri hæð Listasafns Sigurjóns Ólafssonar þar sem svissneska listakonan Sabine Hasler sýnir keramík úr steinleir.
Sabine Hasler hefur tengst safninu og aðstandendum þess vináttuböndum um áratuga skeið og árið 1993 hannaði hún og gerði bollastell úr ljósum steinleir fyrir kaffistofuna, prýtt merki safnsins. Síðan hefur hún oft komið til Íslands og á sýningunni birtast hughrif hennar frá íslenskri náttúru í glerjung og keramík. Málverk eftir Björgu Þorsteinsdóttur lýsir upp stigaganginn og tengir sýningarnar tvær.
Sýningarstjóri: Birgitta Spur