SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS / LEIÐSÖGN Í SAFNAHÚSINU

14.7.2020

Miðvikudaginn 15. júlí leiðir Rakel Pétursdóttir, sérfræðingur í Listasafni Íslands, gesti um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Sjónarhorn er grunnsýning á sjónrænum menningararfi Íslendinga en þar eru sýnd verk úr safneign Listasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.Sýningin er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafn mörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.Á sýningunni eru um 130 verk í eigu Listasafns Íslands og er sjónum sérstaklega beint að þeim í leiðsögninni.Verið öll velkomin.

Tengiliður dagskrár: Guðrún J. Halldórsdóttir gudrun@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17