SAGA –ÞEGAR MYNDIR TALA Listamannaspjall með HELGa ÞORGILS FRIÐJÓNSSyNi

26.8.2015

Björg Erlingsdóttir verkefnastjóri fræðsludeildar, ræðir við Helga Þorgils Friðjónsson um verk hans á sýningunni SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA. Sýningin opnaði 22.5.2015 og stendur til 6.9.2015 í Listasafni Íslands. Allir velkomnir!

Helgi Þorgils Friðjónsson nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1971-76 og stundaði framhaldsnám í Hollandi við De Vrjie Academie í Haag 1976-77 og Jan van Eyck Akademie í Maastricht 1977-79. Helgi Þorgils er í íslenskri myndlist einn helsti fulltrúi þeirrar hreyfingar er fram kom upp úr 1980 og kennd er við nýja málverkið. Í verkum hans er sterk listsöguleg skírskotun til barokk- og ítalskrar endurreisnar en einnig náið samband við eitt af meginþemum rómantískrar listar á 19. öldinni, samband manns og náttúru. Margþætt og ríkuleg frásögn mætir áhorfandanum á leiksviði sem er utanvið tíma og rúm, þar sem manninum eru engin takmörk sett. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17