SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA

2.9.2015

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um sýninguna SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA. Á sýningunni má sjá valin verk fjölda íslenskra samtímamyndlistarmanna auk nokkurra erlendra er endurspegla frásagnarþáttinn í íslenskri sjónmenningu. Sýningin var sýnd í Kunsthalle Recklinghausen 2014 og verður sýnd í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi nú í haust. 

Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugarfylgsnum til pólitískra átaka. 

Athugið síðasta sýningarhelgi!

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17