SAMSTARF SAFNBÚÐAR OG HRAFNHILDAR ARNARDÓTTUR / SHOPLIFTER

14.6.2017

Samstarf Safnbúðar Listasafns Íslands og Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter

Í Safnbúð Listasafns Íslands eru nú til sölu einstakar vörur sem framleiddar eru í samstarfi við Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter í tengslum við sýningunaTaugafold VII / Nervescape VII í Listasafni Íslands. 

Um er að ræða veggplatta með listaverki eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter sem eru áritaðir og númeraðir. Plattarnir fást í takmörkuðu upplagi. Sannkallaðir safngripir. 

Einnig eru góðir taupokar úr lífrænni bómull til sölu ásamt barmmerki sem skartar listaverki eftir Hrafnhildi Arnardóttur/ Shoplifter.

Verð er eftirfarandi: 

Áritaðir plattar 1/50: 8.900 kr. 

Barmmerki: 2.500 kr. 

Taupokar úr lífrænni bómull: 5.900 kr. 

Við mælum með því að sjá sýninguna Taugafold VII / Nervescape VII í Listasafni Íslands og næla sér í þessar frábæru vörur í leiðinni. Fyrstur kemur fyrstur fær!

Linkur inn á Facebook síðu Safnbúðar Listasafns Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17