SELMUKLÚBBUR OG ÁRSKORT Í LISTASAFN ÍSLANDS

10.2.2021

SELMUKLÚBBURINNSelmuklúbburinn er tileinkaður velunnurum Listasafns Íslands. Klúbburinn er fyrir áhugafólk um myndlist og menningu og fá meðlimir klúbbsins boð á sérstaka og fjölbreytta viðburði á vegum safnsins.Selmuklúbburinn á sér nokkuð langa sögu.Hann var stofnaður árið 2002 og nafn listaklúbbsins var valið með það fyrir augum aðheiðra minningu fyrsta safnstjóra safnsins, dr. Selmu Jónsdóttur listfræðings (1917-1987)sem var öflugur frumkvöðull í kynningu á myndlist og uppbyggingu safnastarfsemi á Íslandi.Með því að gerast velunnari Listasafns Íslands og skrá þig í Selmuklúbbinn veitist þér tækifæri til að njóta einstakra fríðinda.

Selmuklúbbsaðild felur í sér

Boðskort á sýningaropnanir safnsins

Aðgengi að öllum sýningum safnsins

Aðgengi að öllum auglýstum viðburðum

Sérstök dagskrá verður gefin út tvisvar sinnum á ári fyrir Selmuklúbbsfélaga

Skipulagðar heimsóknir á vinnustofur listamanna og áhugaverða staði sem tengjast myndlist

Leiðsagnir listamanna og fyrirlestrar sem tengjast yfirstandandi sýningum safnsins

Rafrænt fréttabréf með upplýsingum um dagskrá Selmuklúbbsins og aðra starfsemi safnsins

Safnbúð Listasafns Íslands býður velunnurum 20% afslátt af vörum sem tengjast útgáfum safnsins, ásamt einstökum sértilboðum

Vegleg bókagjöf við inngöngu í klúbbinn

Verð

Selmuklúbbsaðild: 20.000 kr.

Selmuklúbbsaðild + gestakort: 25.000 kr.

Selmuklúbbsaðild fyrir eldri borgara og öryrkja: 15.000 kr.

Selmuklúbbsaðild fyrir skólafólk (18-28 ára): 15.000 kr.Hér má sjá dagskrá Selmuklúbbsins frá janúar til júní 2021Hægt er að skrá sig í Selmuklúbbinn með því að hafa samband við móttöku safnsins í síma 515 -9600

 

ÁRSKORT

Eitt kort – þrjú söfn 

Bygging Listasafn Íslands við Tjörnina er hluti af einstakri götumynd í hjarta Reykjavíkur. Húsið var íshús byggt snemma á síðustu öld. Þar er listasafn þjóðarinnar í dag. Opnaðar eru nýjar sýningar reglulega á íslenskri og erlendri myndlist og safneignin inniheldur margt af því eftirtektarverðasta í íslenskri samtímalist og listasögu. Í safnbúðinni fást bækur um íslenska myndlist og falleg gjafavara og notaleg kaffistofa tekur á móti gestum á annarri hæð. Árskortið veitir einnig aðgang í Ásgrímssafn, heimili Ásgríms Jónssonar listmálara og í safn myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar.

 

Árskort felur í sér

· Aðgengi að almennum sýningum safnsins

· Leiðsagnir um sýningar safnsins

· Helmingsafslátt af sérstökum viðburðum safnsins, (málþing, Gæðastundir, pallborð)

· Rafrænt fréttabréf um sýningaropnanir, viðburði og sérstök tilboð til korthafa.

 

Verð:

Árgjald 4000 kr.

Árgjald með gestakorti 6000 kr.

Árgjald fyrir eldri borgara (+67), öryrkja og fólk < 28 ára 3000 kr.

Hægt er að kaupa árskortin í móttöku Listasafns Íslands við Fríkirkjuveg 7.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17