Sequences myndlistarhátíð fer fram í sjöunda sinn dagana 10.-19. apríl næstkomandi og ber útgangspunktur hátíðarinnar yfirskriftina Plumbing. Sýningarstjóri leitar fanga í huglægri birtingarmynd stafrænna samskipta og speglunar hennar í efnislegum kerfum líkamans og jarðarinnar.
Á hátíðinni verða sýnd verk 26 íslenskra og erlendra myndlistarmanna á 10 sýningarstöðum í Reykjavík. Listasafn Íslands/Safn Ásgríms Jónssonar er einn þeirra en þar verða sýnd verk Davids Kefford, TV Painting (2009), og Dagrúnar Aðalsteinsdóttur, U to O, 2014, Let's be (2012). Frá 13. til 19. apríl verður safnið opið kl. 14-18.
Opnun: 12. apríl, 14.00
Sýningarstjóri er Alfredo Cramerotti.
Um Sequences og listamennina sjá hér