SEQUENCES - LEIÐSÖGN

14.4.2015

Sunnudaginn 19. apríl kl. 14.00 verður leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar í tengslum við SequencesVII, 2015 listahátíðina. Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri við Listasafn Íslands munu fjalla um verk listamannanna Dagrúnar Aðalsteinsdóttur f. 1989 og David Kefford f. 1972.Dagrún Aðalsteinsdóttir (f. 1989) nýtir sér margvíslega miðla við gerð verka sinna. Á sýningunni má sjá vídeóverk, Let's be, 2012 og samklipp U to Q, 2014 þar sem hún bæði teiknar og málar út frá ljósmyndum sem kveikja frásögn sem rímar við myndbandsverkin sem fjalla um samruna líkama og umbreytingu sjálfsmyndarinnar. Verkið er hluti af viðvarandi rannsókn listamannsins á samspili fólks og hlutverkum í samfélaginu. Dagrún Lauk BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2013. Hún stundar um þessar mundir framhaldsnám í myndlist í Singapúr. 

David Kefford (b. 1972) á verk á sýningunni er ber heitið TV Painting, 2009. Verkið er eitt af mörgum verkum listamannsins sem unnin eru út frá ákveðnu rými, stað og stund. David klippir myndbandsupptökur í heildstæð verk sem hugsuð eru sem einskonar skúlptúrar fyrir opinber rými sem gera þau að einskonar leikvelli. David Kefford býr og starfar í Kefford, Cambridge á Englandi.

Með innsetningum Dagrúnar og David í Safni Ásgríms Jónssonar er hugmyndin að koma á samtali milli samtímalistar og eldri myndlistar, og virkja staðbundið persónulegt rými með nýstárlegum hætti.Sýningarstjóri Sequences er Alfredo Cramerotti.Sunnudagurinn 19. apríl er jafnframt síðasti sýningardagur hátíðarinnar.prenta frétt

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17