Sérfræðingur í fræðslu og miðlun

24.4.2023

Sérfræðingur í fræðslu og miðlun

Listasafn Íslands er eign íslenska ríkisins og er höfuðsafn á sviði myndlistar. Listasafn Íslands rekur söfn á þremur stöðum í Reykjavík: Á Fríkirkjuvegi 7, í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í Húsi Ásgríms Jónssonar á Bergstaðastræti 74.

Listasafn Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í fræðslu og miðlun á sýningum í Safnahúsinu við Hverfisgötu.  Við leitum eftir kraftmiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í þeirri menningar- og menntastofnun sem þjóðlistasafn er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sinnir safnfræðslu og skólaþjónustu allra skólastiga og samstarfi við kennara og skólastjórnendur.
  • Heldur utan um bókanir fyrir leiðsagnir skólahópa og annarra sérhópa.
  • Sér um samskipti við kennara, skólastjórnendur og aðra sem vilja bóka leiðsögn og kynningu á safninu, tekur á móti þeim, einnig utan opnunartíma safnsins ef svo ber undir.
  • Tekur á móti erlendum hópum og veitir þeim leiðsögn. 
  • Tekur þátt í þróun og mótun fræðsluverkefna í Listasafni Íslands.
  • Kynnir sér dagskrá safnsins og viðheldur þekkingu sinni á sýningum í öllum safnhúsum Listasafns Íslands. Leitar heimilda og aflar sér fræðilegrar þekkingar á hverju sýningarverkefni.
  • Vinnur að kynningarefni um fræðslu og skólaþjónustu í safninu. 
  • Önnur tilfallandi verkefni sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Þekking á íslenskri listasögu 20. og 21. aldar. 
  • Reynsla í kennslu eða miðlun myndlistar.
  • Áhugi á málefnum sjálfbærni og samspili myndlistar og vísinda.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Tölvufærni er nauðsynleg.
  • Þjónustuhugsun, uppbyggilegt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi, öguð vinnubrögð og rík skipulagshæfni.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágúst 2023.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Umsóknir geta gilt í sex mánuði, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa.


Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 04.05.2023

Sótt er um starfið á Starfatorgi: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=33398

Nánari upplýsingar veitir

Ragnheiður Vignisdóttir, fræðslu- og útgáfustjóri - ragnheidur.vignisdottir@listasafn.is

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17