SÍÐASTA SÝNINGARHELGI & LEIÐSÖGN. SAMSPIL - SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL

16.9.2015

Næstkomandi helgi eru síðustu forvöð að sjá sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON & FINN JUHL í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi.  Birgitta Spur, sem er sýningarstjóri ásamt Æsu Sigurjónsdóttur, mun leiða gesti um sýninguna sunnudaginn 20. september kl. 15 og fjalla um tengsl Sigurjóns við danska framúrstefnu listamenn  á tímabilinu 1928 til 1945.Danski arkitektinn Finn Juhl (1912-1989) er einn þekktasti innanhúsarkitekt og húsgagnahönnuður 20. aldar. Höfðingjastóllinn, Pelikan stóllinn, og sófinn Poeten njóta enn alþjóðlegrar hylli. Árin 1939, 1940 og 1941 valdi Finn Juhl skúlptúra eftir Sigurjón Ólafsson til að setja hjá húsgögnum sínum á sýningum Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn.  Á sýningunni í Listasafni Sigurjóns má sjá húsgögn Juhls ásamt verkum eftir Sigurjón Ólafsson, sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu í Kaupmannahöfn.prenta frétt

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17