SJÁLFUR Í LJÓSI REMBRANDTS –FJÖLSKYLDUSMIÐJA Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

21.10.2015

Sunnudaginn 25. október kl. 15.00 - 16.30 verður ljósmynda og lýsingarsmiðja í Safni Ásgríms Jónssonar í tengslum við sýninguna Spegilmynd, - sjálfsmyndir Ásgríms Jónssonar. 

Rakel Pétursdóttir fjallar um andstæður ljóss og skugga í verkunum Ásgríms með hliðsjón af portrettum Rembrandts van Rijn. Nokkrar ljósmyndir af sjálfsmyndum Rembrandts verða skoðaðar með hliðsjón af lýsingu og mótun forma. Í smiðjunni gefst þátttakendum möguleiki á að taka sjálfsmyndir á eigin snjallsíma þar sem notast verður við mismunandi ljósgjafa.prenta frétt

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17