SÖGUSTUND Á AÐVENTU Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

25.11.2015

Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15.00 mun Vigdís Rún Jónsdóttir, sýningarstjóri vefsýningar á verkum Ásgríms Jónssonar lesa þjóðsögur og ævintýri á vinnustofu listamannsins, Bergstaðastræti 74. Slíkar sögur hafa stytt börnum stundirnar og biðina eftir jólunum í áranna rás. Til stuðnings lestrinum mun hún nota vefsýninguna þar sem sjá má ljósmyndir af nokkrum verkum listamannsins sem unnin voru út frá íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Sögustundin er ætluð fjölskyldum með börn á aldrinum 9 - 12 ára. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17