STATTU OG VERTU AÐ STEINI
Laugardaginn 14. desember, kl. 14.
Þjóðsögustund í Safni Ásgríms Jónssonar.
Álfar, draugar og tröll lifna við í þjóðsögunum okkar! Komið og hlustið og þjóðsögurnar í gömlu vinnustofu listmálarans Ásgríms Jónssonar við Bergstaðastræti 74.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
Krakkaklúbburinn Krummi er fyrir börn á öllum aldri!
Með stofnun krakkaklúbbsins vill Listasafn Íslands veita börnum og fjölskyldum þeirra tækifæri til þess að njóta góðra stunda saman á safninu. Dagskráin er vönduð og öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu.