Stattu og vertu að steini!

2.9.2025

Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands taka höndum saman í annað sinn með skólatónleikunum Stattu og vertu að steini!  þar sem þjóðsagnaarfurinn er viðfangsefni í tali, tónum og myndlist. Á tónleikunum verða sagðar sögur líkt og í gamla daga þegar fólk kom saman í baðstofunni til að hlusta á eitthvað spennandi, skemmtilegt, hræðilegt eða fyndið. Sagt verður frá dýrum sem geta talað og allskonar kynjaverum, draugum, tröllum, álfum og huldufólki. Ólafur Egill Egilsson er kynnir og sagnamaður tónleikanna og leiðir tónleikagesti í fjöldasöng.

Tónleikunum verður fylgt eftir með sýningu á völdum þjóðsagnaverkum úr safneign Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu ásamt vandaðri útgáfu úr smiðju fræðsludeildar safnsins sem nýtist kennurum á öllum skólastigum.

Nánar hér: https://www.sinfonia.is/fraedslustarf/skolatonleikar/leikskolatonleikar/nanar/174

Mynd:
Amma, segðu mér sögu, 1930, Tryggvi Magnússon (1900-1960), LÍ 389

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17