
Óskað er eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur, listmálara.
16.4.2025
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur, listmálara.
Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum.
Í skipulagsskrá sjóðsins kemur fram að markmið hans sé ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms”. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA námi í myndlist eða sambærilegu námi. Styrkur er ætlaður til lengri eð skemmri námsdvalar erlendis, þó ekki skemur en til sex mánaða.
Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 1995 og til þessa hafa 20 myndlistmenn notið styrks úr sjóðnum. Að þessu sinni verður úthlutað þremur milljónum króna til eins eða fleiri styrkþega.
Eftirfarandi upplýsingar og gögn skal senda á umsokn@listasafn.is:
Nafn og kennitala umsækjanda.
Heimilsfang, netfang og símanúmer.
Ítarlegar upplýsingar um námsferil.
Stutt greinagerð um listferil.
Allt að fimm ljósmyndum af verkum.
Valnefnd sem í sitja fulltrúar innkaupanefndar fer yfir og metur innsendar umsóknir. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí en úthlutun fer fram 24. maí.
Meira um sjóði Listasafns Íslands hér: Sjóðir | Listasafn Íslands