STYRKTARSJÓÐUR GUÐMUNDU ANDRÉSDÓTTUR

23.10.2018

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 3 milljónum króna. 

Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.  

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018.    Stefnt er að úthlutun í kringum jól og áramót.

Vinsamlega sendið umsóknir rafrænt á netfangið list@listasafn.is

Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafns Íslands 515 9600.Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17