Úthlutað var úr Styktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands mánudaginn 18. nóvember.Sjóðurinn var stofnaður árið 1993 og er því 26 ára um þessar mundir. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega unga myndlistarmenn og er veitt úr honum á tveggja ára fresti.
Úthlutað var úr sjóðnum á afmælisdegi Svavars, 18. nóvember og er styrkhafinn í ár Steinunn Önnudóttir.
Í valnefnd sjóðsins sitja Guðbjörg Lind Jónsdóttir fyrir hönd Sambands Íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands.Formaður valnefndar er Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands.