Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar listmálara og Ástu Eiríksdóttur

20.11.2019

Úthlutað var úr Styktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands mánudaginn 18. nóvember.Sjóðurinn var stofnaður árið 1993 og er því 26 ára um þessar mundir. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega unga myndlistarmenn og er veitt úr honum á tveggja ára fresti.

Úthlutað var úr sjóðnum á afmælisdegi Svavars, 18. nóvember og er styrkhafinn í ár Steinunn Önnudóttir.

Í valnefnd sjóðsins sitja Guðbjörg Lind Jónsdóttir fyrir hönd Sambands Íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands.Formaður valnefndar er Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands.

 

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17