Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur

27.9.2021

Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Samkvæmt stofnskrá sjóðsins eru styrkir veittir efnilegum ungum myndlistarmönnum. Fyrst var veitt úr sjóðnum árið 1995 og til þessa hafa 19 myndlistarmenn notið styrks úr sjóðnum.Að þessu sinni verður úthlutað 1 milljón króna samtals, einum eða fleiri styrkþegum.

Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að berast með rafrænni umsókn: Nafn og kennitala umsækjanda, heimilisfang, netfang og símanúmer. Ítarlegar upplýsingar um námsferil ásamt stuttri greinargerð um listferil þar sem helstu áherslum í listsköpun umsækjanda er lýst ásamt nokkrum stafrænum myndum sem geta gefið gleggri mynd.

Valnefnd fer yfir og metur innsendar umsóknir í umboði stjórnar sjóðsins. Úthlutun fer fram á afmælisdegi Svavars Guðnasonar, þann 18. nóvember næstkomandi.

Umsóknir skal senda með tölvupósti á umsokn@listasafn.is merkt: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur 2021

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2021.

Mynd: Svavar Guðnason, 1909 - 1988Vorgleði, 1949LÍ - 1284

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)