• Listasafn Sigurjóns

LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hýsir högg­mynd­ir og teikn­ing­ar eftir Sigur­jón Ólafs­son mynd­höggv­ara ásamt heim­ild­um um lista­mann­inn og er mið­stöð rann­sókna á list hans. Safnið var stofnað af Birgittu Spur, ekkju lista­manns­ins 1984 og var rek­ið sem sjálfs­eignar­­stofnun til árs­ins 2012, en er nú deild innan Lista­safns Ís­lands. 

Auk þess að kynna list Sigur­jóns býður safn­ið upp á sýn­ing­ar á verk­um annarra lista­manna og yfir sum­artím­ann eru viku­lega haldnir tón­leik­ar sem skipa sér fastan sess í menningar­lífi Reykja­víkur­borg­ar.
Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka árið 1908 og lést í Reykjavík 1982. Hann vann jafnhliða abstrakt- og raunsæis­verk og er talinn einn fremsti portrettlistamaður sinnar sam­tíðar.