Fjárlaganefnd flytur íslensk kvöldljóð og ítalska og enska madrigala í Listasafni Sigurjóns.Fjárlaganefnd er oktett, án undirleiks, skipaður nemendum Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hann kom fyrst saman í janúar 2016 til að taka þátt í námskeiði á vegum Paul Phoenix, sem var tenór Kings Singers um tveggja áratuga skeið. Á þeim þremur misserum sem hópurinn hefur starfað hefur hann meðal annars tekið þátt í Sumartónleikum í Skálholti, Óperudögum í Kópavogi og afmælistónleikum Jóns Nordal. Hann hefur einnig haldið fjölda tónleika á eigin vegum og styrktartónleika fyrir Landsbjörgu á vegum þýska sendiráðsins í desember síðasta árs.
Um efnisskrána segja þau: „Á móti íslenskri kvöldkyrrðinni koma madrigalarnir, glettnir og oft klúrir − popplög síns tíma − og henta sérlega vel fyrir þau sumarkvöld sem ekki eru jafn kyrrlát.“
Fjárlaganefnd skipa Sólveig Sigurðardóttir og Ásta Marý Stefánsdóttir sópran, Freydís Þrastardóttir og Valgerður Helgadóttir alt, Gunnar Guðni Harðarson og Gunnar Thor Örnólfsson tenór og bassarnir Böðvar Ingi H. Geirfinnsson og Ragnar Pétur Jóhannsson.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar.
Miðasala er við innganginn og aðgangseyrir er 2.500 kr. Tekið er við greiðslukortum.
Listasafn Sigurjóns ÓlafssonarLaugarnestanga 70Heimasíða: www.lso.is