SUMARTÓNLEIKAR LISTASAFNS SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: VORLJÓÐ Á ÝLI

15.7.2016

Lagaflokkur Ingibjargar Azimu Guðlaugsdóttur við ljóð Jakobínu Sigurðardóttur í Garði.

Margrét Hrafnsdóttir sópran, Gissur Páll Gissurarson tenór, Grímur Helgason klarinetta, Ave Kara Sillaots harmónikka, Darri Mikaelsson fagott, Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir selló og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassi.

Á dimmu haustkvöldi geng ég um götur Stokkhólms og lag tekur að hljóma við orð í huga mínum. Ég átta mig á að orðin eru úr Vorljóði á ýli eftir ömmu mína. Ljóðið lýsir þrá eftir vori á kaldasta og dimmasta tíma ársins á Íslandi og ég finn að hugblær ljóðsins rímar við mína eigin heimþrá. Lagið hef ég aldrei heyrt áður, en það er engu líkara en ljóðið syngi það sjálft jafnóðum og orðin rifjast upp. Áður en ég vissi af voru fleiri ljóð farin að syngja fyrir mig ný lög og úr varð lagaflokkurinn Vorljóð á ýli.-Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir

frekari upplýsingar á heimasíðu LSO

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17