Tónleikunum 16. júlí frestað til 20. ágúst vegna veikinda. „Ég var sælust allra í bænum“Sólveig Sigurðardóttir sópran og Gerrit Schuil píanóFluttar verða aríur og sönglög, meðal annars eftir Hugo Wolf, Richard Strauss, Francesco Tosti, Wolfang A. Mozart og Gioachino Rossini, sem fjalla um gleði og sælu augnablikanna sem maður á með þeim sem maður elskar, og sorgina og söknuðinn sem maður finnur ef maður missir hann eða ástin er ekki endurgoldin.Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar. Aðgangseyrir kr. 2500. Hér má sjá tónleikadagskrá sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar