SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Á SJÓMANNADAGINN

7.6.2017

Menning í Múlakoti - gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar.Ásta Friðriksdóttir listfræðingur spjallar við gesti um listamenn sem tengdust gistiheimilinu Múlakoti í Fljótshlíð sem var einn vinsælasti áfangastaður landsins á fyrri hluta 20. aldar.Verk margra þessara listamanna má finna á sýningunni Fjársjóður þjóðar - valin verk úr safneign.Ásta lauk nýverið framhaldsprófi í listfræði við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði tengsl menningar og lista við bæinn Múlakot í Fljótshlíð.Í rannsókn sinni leitaðist Ásta við að svara því hver var ástæða þess að svo margir listamenn, auk annarra er létu sig menningu og listir varða, lögðu leið sína í Múlakot á þessum umbrotatímum í íslensku samfélagi meðan sjálfstæðisbarátta Íslendinga stóð sem hæst.

Mynd: Gunnlaugur Scheving, Bassabáturinn, 1930. Í eigu Listasafns Íslands.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17