SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: NÍNA TRYGGVADÓTTIR –LJÓÐVARP

20.10.2015

Birta Guðjónsdóttir, annar sýningastjóra sýningarinnar Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp, og deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands leiðir gesti um sýninginguna.Á sýningunni, Nína Tryggvadóttir - Ljóðvarp, er merkum listferli Nínu Tryggvadóttur (1913–1968) gerð góð skil með fjölda listaverka hennar og útgáfu. Verk Nínu Tryggvadóttur í safneign Listasafns Íslands eru 80 talsins, frá árabilinu 1938–1967, en auk valdra verka úr safneign verða sýnd lánsverk víða að, sem sjaldan eru sýnd, og valin verk í eigu Unu Dóru Copley, einkadóttur listamannsins, sem hafa mörg hver ekki áður verið sýnd á Íslandi. 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17