SUNNUDAGSLEIÐSÖGN Í LISTASAFNI ÍSLANDS: NÍNA SÆMUNDSSON - LISTIN Á HVÖRFUM

4.11.2015

Hrafnhildur lauk licetiatsprófi í listasögu frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar, Listasafns Ásgríms Jónssonar og sem deildarstjóri í Listasafni Íslands. Hún starfar nú sem sjálfstæður fræðimaður og rithöfundur auk þess að starfa sem sýningarstjóri. Hrafnhildur er höfundur bókarinnar Nína S. sem kemur út samhliða sýningunni.Nína Sæmundsson (1892–1965) var fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævistarfi. Hún fæddist inn í bændasamfélag 19. aldar þar sem fáar konur í alþýðustétt fengu tækifæri til að ráða lífi sínu og láta draumana rætast en upphafið að ferli hennar varð ævintýri líkast. Á þriðja áratug síðustu aldar bjó hún í helstu listamiðstöðvum hins vestræna heims, í Róm, París og New York en saga hennar er öðrum þræði saga mikilla sigra, en um leið harmrænna örlaga sem höfðu mikil áhrif á líf hennar. Nína bjó frá upphafi yfir miklum viljastyrk og brennandi áhuga á listum og þróaði sinn klassíska stíl, sem hún var trú lengi framan af ferlinum, en þar sameinar hún hið stórbrotna og hið innilega. Hin uppreista manneskja varð eitt af helstu þemum hennar, ásamt andlitsmyndum, sem hún gerði að sérgrein sinni. Ljósmynd Ólafur K. Magnússon: Nína Sæmundsson í Bogasal 1955.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17