SUNNUDAGSLEIÐSÖGN: JOAN JONAS OG TEXTI

10.11.2016

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, verður með leiðsögn um sýningarnar TEXTI – VALIN TEXTAVERK ÚR SAFNI PÉTURS ARASONAR OG RÖGNU RÓBERTSDÓTTUR og JOAN JONAS reanimation detail, sunnudaginn 13. nóvember kl. 14. Sýningastjóri er Birta Guðjónsdóttir deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands.

Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á sjöunda áratugnum. NÁNAR UM SÝNINGUNA

Íslandstengd verk Joan Jonas eru nú sýnd í fyrsta sinn á Íslandi. Verkið Reanimation er sýnt í Listasafni Íslands og verkið Volcano Saga er sýnt í Listasafninu á Akureyri.

Sýningarnar eru unnar í samstarfi Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri. Sérstakir styrktaraðilar eru Safnráð og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi.

NÁNAR UM SÝNINGUNA

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17