SUNNUDAGSLEIÐSÖGN í listasafni íslands

28.4.2016

Halldór Björn Runólfsson safnstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um sýninguna KVARTETT, Gauthier Hubert, Chantal Joffe,  Jockum Nordström, Tumi Magnússon, –sunnudaginn 1. maí kl. 14:00. Sýningu lýkur sama dag, síðustu forvöð að fræðast um þessa áhugaverðu sýningu.

Listasafn Íslands hóf sýningadagskrá sína á nýju ári með sýningu fjögurra samtímalistamanna, þeirra Gauthiers Hubert (1967), Chantal Joffe (1969), Jockums Nordström (1963) og Tuma Magnússonar (1957). Á sýningunni er maðurinn í brennidepli og framsetning verka listamannanna fjögurra snýst um listmiðilinn og sögu hans að fornu og nýju. Halldór Björn Runólfsson er sýningarstjóri sýningarinnar.

NÁNAR UM SÝNINGUNA

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17