SUNNUDAGSLEIÐSÖGN MEÐ SAFNSTJÓRA LISTASAFNS ÍSLANDS

26.2.2020

Sunnudaginn 1.mars kl.14 leiðir Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands gesti um sýningar safnsins.Aðgangseyrir á safnið gildir, frítt fyrir meðlimi Selmuklúbbsins.Sýningar safnsins:Vatn og blóð / GjörningaklúbburinnVatn og blóð er nýtt vídeóverk eftir Gjörningaklúbbinn, sem sækir innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar listmálara. Í verkinu mætir fortíðin nútímanum þar sem sköpunarkrafturinn, innsæið og náttúran skipa stóran sess í óræðum heimi.A.T.H. Síðasta sýningarhelgiMats Gustafson / Að fanga kjarnannSænski listamaðurinn Mats Gustafson fangar hverfulleik vatnslitarins af einstakri næmni. Á áttunda áratugnum hóf hann að vinna myndir fyrir tískuheiminn en helgaði sig æ meira eigin listsköpun þegar fram í sótti og hóf að vekja athygli. Í verkum sínum sveiflast listamaðurinn af mikilli leikni milli tískuheimsins, náttúrunnar og könnunar á umhverfinu.High Plane VI / Katrín SigurðardóttirKatrín Sigurðardóttir hefur um árabil kannað áhrif skynjunar í margháttuðum innsetningum sínum og verkum. High Plane VI (2001-2007) kallar fram tengsl manna sín á milli og við náttúruna sjálfa. Afstæði stærða og umhverfis er ríkur þáttur í verkum Katrínar og í þessari innsetningu tekst hún á við gamalt og þekkt efni íslenskrar málaralistar, fjöllin og blámann og fjarlægðina – sem og stöðuga nánd listamannsins við íslenska náttúru þó að hann sé jafnvel staddur fjarri föðurlandinu.Fjársjóður þjóðar / valin verk úr safneignÁ sýningunni Fjársjóður þjóðar er úrval verka úr safneign Listasafns sem gefur yfirlit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá upphafi 20. aldar. Í byrjun 20. aldar og fram á fimmta áratug hennar, var náttúra landsins aðalviðfangsefni íslenskra málara. Hún var í hugum manna tákn þess sem íslenskt var og birta og víðerni íslenskrar náttúru var það sem íslenskir listamenn töldu fegurst.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)