Sunnudaginn 21. febrúar kl. 14.00 verður leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni sem nú stendur yfir í Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74.
Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna sem jafnframt er sýningarstjóri mun fjalla um dvöl Ásgríms í Kaupmannahöfn, námið við Konunglega listaháskólann og kennara hans þar. Þá mun hún rekja þróun verka hans á sýningunni og lyfta fram ýmsum áhrifavöldum sem komu við sögu út frá málverkum frá ferðum listamannsins um Suðurland og austur í Skaftafellsýslur næstu tvo áratugina eftir heimkomuna. Á sýningunni eru bæði olíu og vatnslitamyndir frá árunum 1909 - 1928.
nánar um sýninguna