Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, leiðir gesti um sýninguna VALTÝR PÉTURSSON, sunnudaginn 16. október kl. 14:00.
Valtýr Pétursson (1919−1988) var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna. Sýningunni sem opnar í Listasafni Íslands í september 2016 er ætlað að gefa yfirlit yfir fjölbreyttan listferil Valtýs.
nánar um sýninguna