TÓNLEIKAR Í SAFNI ÁSGRÍMS JÓNSSONAR

3.3.2016

Duo Harpverk sem skipað er slagverksleikaranum Frank Aarnink og hörpuleikaranum Katie Buckley mun frumflytja tónverkið Málverk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem byggt er á tónsmíðum Ásgríms Jónssonar. Þessi útsetning á hluta tónsmíða Ásgríms var sérstaklega saminn fyrir flytjendurna og til heiðurs listmálaranum. Haraldur Vignir Sveinbjörnsson lærði tónsmíðar hjá Hilmari Þórðarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og hjá Kent Olofsson og Luca Francesconi við Tónlistarháskólann í Malmö í Svíþjóð, þar sem hann útskrifaðist með M.A. í tónsmíðum 2004. Tónlist Haraldar er af ýmsum toga og hefur hljómað víða um Evrópu, í Ameríku, Japan og Ástralíu. Hann er jafnvígur á sviði dægurtónlistar og samtímatónlistar og er virkur tónsmiður, útsetjari, upptökustjóri og flytjandi. Á dagskránni er einnig verk eftir færeyska tónskáldið Andras Spang Olsen, Medi'DIS'tation. Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands mun fjalla feril listamannsins og kynni af tónlist en um þessar mundir stendur yfir sýningin Undir berum himni – Með suðurströndinni.

Duo Harpverk var stofnað árið 2007 af hörpuleikaranum Katie Buckley og slagverksleikaranum Frank Aarnink. Ætlun Dúosins er að panta og flytja tónlist fyrir hörpu og slagverk. Frá upphafi hafa þau pantað 20 verk eftir tónskáld frá Íslandi, Danmörku, Englandi, Ástralíu og Bandaríkjunum. Þótt þau hafi flutt mörg verk eftir reynd tónskáld hefur dúettinn lagt áherslu á að panta og að flytja tónlist ungra íslenskra tónskálda. Harpverk hefur leikið á Myrkum Músíkdögum 2007 - 2010, Iceland Airwaves hátíðinni árið 2009, með kammersveitinni Ísafold, Kírkjulistahátið 2010, Ung Nordisk Musik 2007, 100 ára afmælishátíð Hafnarfjarðar 2008, Sumartónleikaröð Sólheima 2008, og nokkra tónleikar á 15:15 tónleikaröðinni í Norræna húsinu. Þau flytja verk Daníels Bjarnasonar, Skelja á hljómplötunni Processions sem Daníel gaf út nýverið. Þar sem þau eru virk í að hvetja ung tónskáld til dáða, kenndu Katie og Frank námskeið í Listaháskóla Íslands þar sem ungum tónskáldum var kennt að skrifa fyrir hörpu og slagverk árið 2009. Fimm af tónskáldunum sem tóku þátt í námskeiðinu fengu verkin sín flutt á Myrkum Músíkdögum 2010. Í kjölfarið af góðum árangri tónleikana var þeim boðið að gera slíkt hið sama á Myrkum Músíkdögum 2011. Á Myrkum Músíkdögum 2010 fluttu þau einnig tónlist eftir Önnu Þorvaldsdóttur og verkið Skelja eftir Daníel Bjarnason. Í mars 2010 lék dúettinn verk Áskells Mássonar á Háskólatónleikum. Dúó Harpverk hefur ferðast um Holland og Danmörku.  Dúóið hefur komið fram á tónlistarhátíðinni Open Days og Njord Biennale í Danmörku, Iceland Music Days í Hollandi, Sumartónar tólistarhátíð á Færeyjum og á tónlistarhátíðum vítt og breitt um Ísland. 

www.duoharpverk.com 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17