Tröllasmiðja í Listasafni Íslands, laugardaginn 14. apríl kl. 13 -14. Í tengslum við sýninguna Korriró og Dillidó - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar .Tröllasmiðjan er hugsuð fyrir forvitin og fróðleiksfús börn á aldrinum 5 - 10 ára. Í tröllasmiðjunni fá börn tækifæri til að föndra, semja og myndskreyta sínar eigin tröllasögur.
„Hæ hæ og hó hó Gilitutt heiti ég“Sagðar verða spennandi tröllasögur og börnin munu fræðast almennt um tröll og eðli þeirra.
Tröll eru vættir í mannsmynd sem oft eru vanskapaðar og illviljaðar, jafnvel mannætur, og búa í björgum, hömrum og hellum. Víða hér á landi eru örnefni sem minna á tröll og frásagnir af nátttröllum sem hafa dagað uppi og orðið af steini tengjast fjölmörgum klettum og dröngum. Öll börn sem taka þátt í tröllasmiðjunni útskrifast með sérstakt skírteini í tröllafræðum!Foreldrum er velkomið að taka þátt. Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.Verið velkomin!