ÚTGÁFUHÓF Í LISTASAFNI ÍSLANDS - AÐ HUGSA SÉR

2.10.2017

Útgáfuhóf í Listasafni Íslands sunnudaginn 8. október kl. 14 – 16 í tilefni af útgáfu barnabókarinnar Að hugsa sér (Imagine).

Bókin er unnin í samvinnu við Amnesty International og í henni birtist textinn við hið ódauðlega lag John Lennon, Imagine í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárns. Myndirnar í þessari áleitnu bók eru eftir franska listamanninn Jean Jullien. 

Yngstu gestunum býðst að taka þátt í að útbúa litríkan fuglahóp sem mun fljúga um safnið og dreifa skilaboðum um hvað friður merkir fyrir okkur öll. Barnakór Ísaksskóla kemur og flytur lagið fyrir viðstadda. 

Bókin fer í almenna dreifingu í byrjun nóvember en verður fáanleg í forsölu í Safnbúð Listasafns Íslands frá útgáfudegi og á meðan birgðir endast.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)