ÚTGÁFUPARTÍ - RAUÐI HATTURINN OG KRUMMI EFTIR ÁSGERÐI BÚADÓTTUR

28.11.2019

Klippimyndirnar í bókinni eru einfaldar að formi, lifandi og fallegar. Þær eru í fimm litum, rauðum, grænum, gulum, svörtum og bláum. Rauði hatturinn og svarti krummi gefa þeim glaðlegan svip, en bláa peysan og grænu buxurnar hans Tuma bregða yfir þær fáguðum fínleika, sem stundum minnir á hin fögru veggteppi Ásgerðar.Textinn er prentaður á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, dönsku og frönsku. Hvert tungumál hefur sinn lit af þeim fimm litum sem myndirnar eru í og tekst Ásgerði þannig að skapa myndræna heild.Bókin er sniðin að yngstu lesendunum, bæði innlendum sem og erlendum.

HVAÐ VERÐUR Á BOÐSTÓLNUM?-Halla Birgisdóttir myndskáld stjórnar klippimyndasmiðju og bókagerð fyrir börn á öllum aldri-Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma) stjórnar frásagnarsmiðju þar sem hún les upp úr bókinni á lifandi og skemmtilegan hátt eins og henni er einni lagið.-Sönghópurinn Marteinn tekur nokkur vel valin jólalög þar sem jólin eru á næsta leyti og fyrsti í aðventu er í dag-Nóg af piparkökum og mandarínum fyrir þá svöngu í kaffihorni Listasafns Íslands-Bókin Rauði hatturinn og Krummi verður á sérstöku kynningarverði í Safnbúðinni.

----------------------------------------------------------------------

Halla Birgisdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún er með B.A. próf frá myndlistardeild Listaháskóla og stundar um þessar mundir meistaranám í listkennslufræðum við sama skóla. Halla notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar. Hún kallar sig myndskáld.

www.hallabirgisdottir.orgIngibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma) er menntuð í myndlist og bókmenntum og stundar núna meistaranám í listkennslu í Listaháskóla Íslands.Undanfarinn áratug hefur hún starfað með ungum börnum í leikskóla og lagt áherslu á skapandi starf. Ingibjörg er sagnaþulur og brennur fyrir sagnalist og skapandi starfi gegnum sögur.

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17