ÚTHLUTAÐ ÚR STYRKTARSJÓÐI SVAVARS GUÐNASONAR OG ÁSTU EIRÍKSDÓTTUR

20.11.2017

Úthlutað var úr Styktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands sunnudaginn 18. nóvember síðastliðinn. 

Sjóðurinn var stofnaður árið 1993 og er því 24 ára um þessar mundir. Í ár verða veittir tveir styrkir úr sjóðnum að upphæð kr. 500.000 hvor.Í dómnefnd sjóðsins sitja Karlotta Blöndal fyrir hönd Sambands Íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Anna Júlía Friðbjörnsdóttir fyrir hönd Listaháskóla Íslands.og formaður dómnefndar er Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands. Í reglugerð sjóðsins segir að styrkinn skuli veita ,,ungum og efnilegum myndlistarmönnum."

Úthlutað var úr sjóðnum á afmælisdegi Svavars, 18. nóvember en nú eru liðin 108 ár frá fæðingu hans.

Styrkhafarnir í ár eru tveir, Fritz Hendrik Berndsen og Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir.

 

Ljósmynd, talið frá vinstri:

Sigurjón Ingvason (f.h styrkhafa), Fritz Hendrik Berndsen (f.h styrkhafa).  Stjórn Sjóðsins: Harpa Þórsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Björn Karlsson, Matthías Matthíasson (formaður). Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f.h LHÍ) Karlotta Blöndal (f.h SÍM) 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17