Úthlutun úr sjóði Listaverkasafns Valtýs Péturssonar

3.4.2024

„Líklega væri langbezt fyrir íslenzka myndlist ef öll þjóðin málaði“ Valtýr Pétursson.

 

Árið 2011 var stofnaður sjóður Listaverkasafns Valtýs Péturssonar í þeim tilgangi að halda ævistarfi hans til haga.Í tilefni 105 ára afmæli Valtýs Péturssonar þann, 27. mars síðastlinn, var veglegum styrk úr sjóðnum úthlutað til Listasafns íslands og Listasafnsins á Akureyri til kaups á listaverkum eftir ungt myndlistarfólk.

 

Listamennir sem Listasafn íslands keypti verk eftir eru:

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð, Joe Keys, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Margrét Árnadóttir

 

Listasafn Íslands fagnar þessum nýjum aðföngum í listaverkaeign þjóðarinnar og þakkar stjórn Listaverkasafns Valtýs fyrir rausnarlega gjöf og velvilja.

 

Valtýr Pétursson (1919−1988) var afkastamikill listmálari og meðal brautryðjenda abstraktlistar hér á landi. Hann átti litríkan og margslunginn feril, var ötull gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi myndlistarmanna og því mjög við hæfi að afmæli hans sé fagnað með því að styrkja ungt myndlistarfólk.

Á myndinni eru samankomin innkaupanefnd Listasafns Íslands, stjórn Listaverkasafns Valtýs Péturssonar og listamenn sem keypt voru verk eftir eða fulltrúar þeirra.

Mynd: Elisa B. Guðmundsdóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)